131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005.

216. mál
[15:51]

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér fannst þetta frekar ódýr leið til þess að komast frá málinu að tölur sem hann tíundar séu festar í þingskjöl. (Gripið fram í.) Það getur vel verið, en þá skulum við meta þær saman þegar við höfum aðstæður til þess, hv. þm., hvernig þær koma út.

Ég er algjörlega sannfærð um að breytingarnar á skattkerfinu sem við sjálfstæðismenn höfum staðið fyrir hafa skilað sér mjög vel til atvinnulífsins. Ég held að full ástæða sé til að árétta það eftir endalaust og botnlaust svartagallsraus samfylkingarmanna.