145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[13:11]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Herra forseti. Ef ég er á réttum stað í atkvæðagreiðslunni erum við að greiða atkvæði um breytingartillögu meiri hlutans, 10. tölulið, sem er um þá grein frumvarpsins sem var með 150% hækkun á svokölluðu viðmiðunarverði tollgengis, svokölluðu SDR. Það var lymskulega sett inn sem gerði þessa 150% hækkun sem nefndin breytti og miðar við gengisvísitölu, en engu að síður verður það 75% hækkun. Þannig að menn geri sér bara grein fyrir hvað er verið að samþykkja hér. Það er verið að hækka viðmiðunarverðið um 75% í innflutningnum gagnvart þessu verði sem auðvitað mun fara út í verðlagið og hækka verð á þeim vörum til neytenda. Ég segi nei við þessari tillögu.