138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

greiðsluaðlögun einstaklinga.

670. mál
[16:32]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það eru mikil tímamót þegar við samþykkjum þessi lög. Þau skipta miklu máli og munu skipta miklu máli fyrir fólk sem ekki hefur hingað til í íslensku samfélagi náð að tryggja rétt sinn eða verja rétt sinn og þurft að sæta afarkostum af hálfu kröfuhafa. Við höfum við meðferð þessa máls og í hinu góða samráði og samvinnu sem varð í félags- og tryggingamálanefnd farið þá leið að smíða hið upphaflega frumvarp sem ég lagði fram um þetta mál að þeirri forskrift sem réttarfarsnefnd taldi mikilvægt að yrði. Ég bind vonir við að það virki. Það skiptir hins vegar miklu máli að þarna verði ekki misfella á og fólk glati í engu rétti sínum þrátt fyrir að þessi leið sé farin. Ég treysti því að vel takist til við framkvæmdina.