138. löggjafarþing — 149. fundur,  2. sept. 2010.

störf og stefna ríkisstjórnarinnar, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[13:43]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Fyrirkomulag umræðunnar um skýrslu forsætisráðherra um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar verður eftirfarandi:

Forsætisráðherra hefur 15 mínútur til framsögu en aðrir flokkar hafa 10 mínútur fyrir talsmenn í 1. umferð. Allir flokkar hafa fimm mínútur í 2. og 3. umferð. Forsætisráðherra hefur fimm mínútur í lok umræðunnar. Þingmaður utan flokka hefur fimm mínútur við lok 1. umferðar.

Röð flokkanna verður: Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur og Hreyfingin.