145. löggjafarþing — 150. fundur,  12. sept. 2016.

þjóðaröryggisráð og tölvuöryggi þingmanna.

[15:21]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Til að byrja með vil ég upplýsa hann um lög um þjóðaröryggisráð voru samþykkt núna 1. september. Það er forsætisráðherra sem fer fyrir þjóðaröryggisráðinu, þannig að það er því miður ekki utanríkisráðherrann sem gerir það. Engu að síður held ég að það sé afskaplega mikilvægt þegar um svona atburði er að ræða að þeir séu kannaðir. Ég get því miður ekki svarað þessu á þessum tímapunkti því að það kemur ekki í minn hlut að kalla þjóðaröryggisráð saman, en þetta er góð ábending og ég tel að það þurfi líklega að skoða það eitthvað frekar.