145. löggjafarþing — 154. fundur,  20. sept. 2016.

ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

681. mál
[22:12]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst það svo sem ekkert skrýtið að hv. þingmaður þurfi lengri tíma til að svara þessu. Ég treysti mér ekki sjálfur til að svara því en mér finnst samt athyglisvert að velta því a.m.k. fyrir sér hvort þetta hefði einhver áhrif af þessu tagi. (Gripið fram í: Þetta er náttúrlega … stofnun.) Já. Ég hef líka velt því fyrir mér hvort það hafi verið ástæðan fyrir því að valdaframsalið var ekki inni í umræðunni í stjórnarskrárnefndinni sem hv. þm. Katrín Jakobsdóttir var í. En ef menn koma þessari heimild í stjórnarskrá, sem auðvitað væri mjög eðlilegt, ég tala nú ekki um ef það kemur frekara framsal í framtíðinni af þessu tagi, þarf alla vega að vera tryggt að hægt sé að gera einhvers konar fyrirvara um þetta, þótt framsalsheimildin sé í stjórnarskránni. Þetta er umhugsunarefni fyrir okkur.