139. löggjafarþing — 158. fundur,  6. sept. 2011.

leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis.

719. mál
[11:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er verið að setja lög um leit að olíu í Norðurhöfum og ég er eindregið fylgjandi því. Hins vegar furða ég mig á því að það fólk sem er mjög umhverfissinnað, og ég virði skoðanir þess, er ekki sjálfu sér samkvæmt í skoðunum vegna þess að þeir sem vilja ekki virkja á Íslandi út af koldíoxíðmengun ættu að sjálfsögðu að vera á móti því að bora eftir olíu. Olíu sem ekki er borað eftir verður ekki brennt og hún mun þá ekki valda hitnun jarðar. Ég skil ekki og vildi gjarnan fá skýringar seinna meir á því misræmi að menn eru á móti virkjunum á Íslandi út af koldíoxíðlosun en vilja hins vegar bora eftir olíu.

Ég er hins vegar eindregið fylgjandi þessu.