152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[15:38]
Horfa

Þórunn Wolfram Pétursdóttir (V) (andsvar):

Forseti. Ég tek aftur undir með hv. þingmanni, það er búið að gera margt gott en það er hægt að gera svo miklu betur. Það er það sem við í Viðreisn höfum líka talað um, og fleiri, að að sjálfsögðu þarf þetta að vera samþætt í alla vinnu á vegum stjórnvalda. Umhverfismál þurfa að fléttast inn í allt og það þarf alltaf að leggja þau á sama stað og efnahagsmál, af því að þau eru líklega mikilvægasta efnahagsmálið sem við horfumst í augu við í nútímasamfélagi. Hv. þingmaður talaði líka um stefnurnar og annað og ég hefði viljað sjá — þetta eru þessar þrjár stoðir, sjálfbærniviðmiðin, heimsmarkmiðin o.s.frv. Allar aðgerðir sem farið er í í fjármálaáætlun og fjárlögum ætti að meta út frá þessu: Eru þær umhverfislega hagkvæmar? Eru þær efnahagslega hagkvæmar? Og skila þær félagslegum ávinningi?