132. löggjafarþing — 16. fundur,  7. nóv. 2005.

4. fsp.

[15:34]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég veit nú ekki af hverju hv. þingmaður er að æsa sig svona í þessu máli vegna þess að við hljótum að vera samherjar hvað þetta varðar. Það getur vel verið að hv. þingmaður horfi eitthvað öðrum augum á þetta en ég, en ég held þó að það sé ekki grundvallarmunur á okkar skoðunum.

Vissulega hafa Norðmenn sett lög sem eru fyrst núna að taka gildi og engu að síður hafa þeir ekki náð þessu 40% marki. En það er ekkert langt síðan við hófum þessa umræðu, Íslendingar, hún er tiltölulega nýhafin. Ég er sannfærð um að við náum árangri ef við eflum umræðuna og við skulum ekki ganga út frá því sem vísu að karlarnir séu ómögulegir. Við græðum ekkert á því. Við skulum frekar ganga út frá því að þeir séu tilbúnir að vinna með okkur í þessu og þannig náum við árangri.