152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:47]
Horfa

Forseti (Líneik Anna Sævarsdóttir):

Forseti vill, áður en framhald atkvæðagreiðslunnar hefst, minna á að hv. þingmenn, sem óska eftir því að gera grein fyrir atkvæði sínu, þurfa að biðja um orðið áður en sá fyrsti sem það gerir tekur til máls. Ég vil ítreka þetta. Forseti hefur sýnt ákveðinn sveigjanleika, m.a. vegna vegalengdar hér úr hliðarsölum. En forseti ítrekar hvatningu sína um að þingmenn bregðist hratt við.

Þá vill forseti biðja hv. þingmenn um að virða grímuskyldu meðan þeir eru ekki að tala.