152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:57]
Horfa

félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Frú forseti. Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða og ég vil upplýsa þingheim um að það stendur yfir endurskoðun á málefnum fatlaðs fólks og er niðurstöðu þeirrar endurskoðunar að vænta núna í upphafi næsta árs. Í ljósi þess er mikilvægt að við skoðum fjárþörfina til framtíðar fyrir þennan málaflokk. Með þeirri aukningu sem hér kemur frá fjárlaganefnd náum við ákveðnum stöðugleika sem er þá tryggður í NPA-samningum á næsta ári og náum að halda í þann fjölda samninga sem nú þegar er fyrir hendi. Ég mun beita mér fyrir því að við gerum vel í þessum málaflokki. Stór hluti af því er að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem á að verða lögfestur á þessu kjörtímabili.