139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

fundarstjórn.

[12:17]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég kem hingað aðeins inn í þessa umræðu vegna þess að utanríkisráðherra mætti hjá utanríkismálanefnd í fyrradag og var rætt um það strax á eftir þeim fundi að skipulagður yrði opinn fundur um Evrópumálin í utanríkismálanefnd með sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Ég held að þetta sé bara eitthvað sem eigi eftir að setja upp og koma í framkvæmd. Formaður utanríkismálanefndar var í útlöndum. Þetta mál hleypur ekkert frá okkur, ég segi því miður. Þetta mál verður hér um einhverja tíð þannig að það liggur ekkert á, það er ekki eins og það sé heimsstyrjöld. Ég trúi því að þessi fundur verði ákveðinn um eftirmiðdag á morgun og haldinn (Gripið fram í.) á laugardaginn ef menn vilja mæta þá eða geta eða á mánudag. Málið er í vinnslu, hv. þingmaður.