139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[12:30]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. (Gripið fram í.) Eða Líbíustríðsins, er kallað hér frammi í sal líka. (Gripið fram í.)

Mig langar að spyrja hv. þingmann út í annað mál sem er í frumvarpinu og það lýtur að aðstoðarmönnum ráðherra. Það var athyglisverð nálgun sem hv. þingmaður var með hér varðandi slökkviliðið. En það sem skýtur skökku við að mínu viti er að þessi grein er líka til að auka vægi framkvæmdarvaldsins gagnvart löggjafarvaldinu. Við vitum að verið er að halda aftur af starfi þingmanna þegar búið er að afnema eða banna tímabundið að þingmenn hafi þá aðstoðarmenn sem búið var að samþykkja að þeir hefðu og í kjölfar kjördæmabreytinga, ef ég man rétt eða einhvers slíks, var þetta samþykkt. En ráðherrarnir eiga að geta fengið fleiri aðstoðarmenn. (Forseti hringir.) Þetta er að sjálfsögðu til þess að auka vægi framkvæmdarvaldsins gagnvart þinginu.