139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:08]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég kom einmitt hingað upp til að svara þessu vegna þess að reynt var að fá álit hv. þm. Atla Gíslasonar í allsherjarnefnd svo að því sé svarað og þeirri vinnu sem fram hafði farið á vettvangi nefndarinnar og var send á alla þá þingmenn sem voru í allsherjarnefnd til umsagnar til að fá álit þeirra á því hvernig mál höfðu þróast þar. Þannig liggur það.