139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:48]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur um að það sé ekkert óeðlilegt að falla frá orðinu. Ég vil engu að síður taka undir það sem kom fram í máli hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar. Í dag var það svo að hv. þm. Jón Gunnarsson hélt um margt ágæta ræðu. Sá sem hér stendur hugðist fara í andsvar við hann og spyrja hann örlítið betur út í innihald ræðunnar. Þá brá svo við að fjórir hv. þingmenn höfðu óskað eftir því að veita andsvar, þar á meðal sá hv. þingmaður sem situr nú í forsetastól. Þrír þeirra féllu hins vegar frá andsvarinu áður en til þess kom og þar af leiðandi komst einungis einn hv. þingmaður í andsvar með styttan ræðutíma. Af þeim sökum vil ég taka undir það sem kom fram í máli hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar til hæstv. forseta áðan.