138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:26]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get ekki orða bundist vegna þess að mér finnst þetta mál og þessi ræða og andsvör hér bera þess merki að verið sé að hafa þetta stóra mál í flimtingum. Mér þykir það afskaplega sorglegt, sérstaklega af hálfu þingmanns Hreyfingarinnar sem er sjálfskipaður talsmaður þjóðarinnar og sjálfskipaður talsmaður réttlætisins (BirgJ: Já, er það, svipað og þið?) í öllum málum, og virðir ekki það að maður fái að ræða málin hér.

Mig langaði til að spyrja hv. þingmann að því þar sem hún virðist mjög fús til að beita þessu ákæruvaldi þingsins, hvort hún hafi íhugað það í nefndinni og velt því fyrir sér að draga mörkin við þessa fjóra ráðherra eða hvort fleiri ráðherrar hafi komið til greina (Forseti hringir.) í hennar huga.