139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:10]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Já, þá höfum við, ég og hv. þingmaður, báðir velt því fyrir okkur hvað búi þarna að baki. Hver er hugsunin á bak við það að flytja slíkt vald frá Alþingi til hæstv. forsætisráðherra? Það hlýtur að vera eitthvað í áttina við það sem hv. þingmaður nefnir, að flytja málaflokka frá ákveðnum ráðherrum til ráðherra sem eru sammála hæstv. forsætisráðherra. Það kann vel að vera. Eftir það sem á undan er gengið síðustu tvö ár, þá trúir maður því, því miður. En það er orðið mjög alvarlegt ástand þegar svo er komið að hæstv. forsætisráðherra finnist það sjálfsagður hlutur að flytja vald frá Alþingi til ríkisstjórnarinnar, sérstaklega í ljósi þess sem á undan er gengið og ef maður skoðar forsögu hæstv. forsætisráðherra, hvernig hún hefur talað (Forseti hringir.) í gegnum tíðina.