145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:21]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Varðandi fyrri spurninguna vill forseti segja að næsta skref að mati forseta er að fulltrúar flokkanna ræði saman um þá stöðu sem uppi er og reyni að ná saman um ramma sem hægt er að vinna út frá.

Það er forsendan fyrir því að hægt sé að svara síðari spurningunni. Ef hægt er að ná utan um það telur forseti að ekki þurfi að taka langan tíma að ljúka störfum þingsins. Hann minnir á að flest þeirra mála sem hér eru undir hafa verið í þinginu býsna lengi, önnur skemur en eru hins vegar mál sem hv. þingmenn þekkja.

Forseti treystir sér ekki til að nefna neina dagsetningu varðandi það hvenær í síðasta lagi er hægt að ljúka þingstörfum.