139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil enn ræða þetta 13. mál. Þetta gengur einhvern veginn ekki saman í mínu höfði. Ef það hefur verið mælendaskrá liggur hún eflaust fyrir. Hverjir voru á mælendaskrá? Hverjir vildu ræða málið ítarlegar? Það hlýtur að liggja fyrir. Ef það er einhver ágreiningur um málið hljóta þeir hv. þingmenn, því að það eru ekki aðrir en þingmenn sem ræða hér, að hafa verið á mælendaskrá og ætlað að ræða ítarlegar um málið. Ég óska bara eftir að fá að sjá þessa mælendaskrá sem liggur hérna fyrir vegna þess að mér finnst eins og að einhver dulin öfl séu einhvers staðar að virka á bak við mig.