132. löggjafarþing — 17. fundur,  8. nóv. 2005.

Stjórn fiskveiða.

17. mál
[17:27]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er nú óvart í stefnuskrá Frjálslynda flokksins, sem hv. þingmaður var kosinn út á. Ég vil minna hv. þingmann á að hann var ekki kosinn á þing til þess að munnhöggvast við mig, alls ekki. Ég vona að hv. þingmaður sjái sóma sinn í því að segja af sér þingmennsku. Hann var ekki kosinn á þeim forsendum að vera hér að munnhöggvast við fyrrum samherja sína.