137. löggjafarþing — 18. fundur,  11. júní 2009.

nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

88. mál
[14:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er nú ágætt að þingmenn Samfylkingarinnar gangast við því að þeir hafi verið í ríkisstjórn. En það var ekki nóg með það heldur var yfirmaður Fjármálaeftirlitsins, hæstv. viðskiptaráðherra þess tíma, samfylkingarmaður, og ég tel að sú stofnun hafi helst brugðist.

Það vildi svo til að þessi ákveðni yfirmaður talaði ekki við Seðlabanka Íslands í heilt ár, hann viðurkenndi það og sagði það. Þannig að það var heilmikið að í ráðstöfunum hæstv. ráðherra Samfylkingarinnar. Að ætla sér svo núna að koma og segja: Við komum þarna í lok tímabils og berum ekki ábyrgð á þessu. Þetta er ábyrgðarleysi.

Ég vil minna á það talandi um töfrasprota að hv. þingmaður sagði: Lausnin á þessu og ljósið í myrkrinu er það að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)