140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[17:38]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ráðstöfunartekjur fólks hafa lækkað eftir hrun. Það varð hér efnahagshrun, lánin hækkuðu upp úr öllu valdi. Við höfum tekið á okkur lífskjaraskerðingu, versnandi lífskjör, allur íslenskur almenningur, bæði hv. þingmaður, aðrir starfsmenn í þessu húsi, fólk um allt samfélag. (Gripið fram í.) Það er ekki vegna þess að skattkerfinu var breytt, en í ljósi þess að kjör hafa versnað og margir hafa minna á milli handa eins og sakir standa finn ég að minnsta kosti huggun í því að við skulum vera búin að breyta skattkerfinu þannig að þeir beri þyngri byrðar sem meira bera úr býtum en hinir sem mega við minna.