140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[18:34]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það fer hv. þingmanni ekki vel að veita mér tiltal fyrir frasakennd ummæli, hafandi sjálfur haldið ræðu og lýst efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar sem atvinnuleysisstefnu. En nóg um það.

Ég er sammála hv. þingmanni um að það er mjög mikilvægt að framkvæmdir í orkufrekum iðnaði fari af stað. Til þess skortir ekkert af hálfu ríkisstjórnarinnar. Til þess skortir einfaldlega orkusölusamninga sem gera fyrirtækjum kleift að ráðast í framkvæmdir. Um leið og þeir liggja fyrir er nóg af verkefnum að ráðast í.