150. löggjafarþing — 18. fundur,  15. okt. 2019.

framkvæmd EES-samningsins.

222. mál
[14:05]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur ósk um það að 2. og 3. dagskrármálið verði rædd saman, samanber 4. mgr. 77. gr. þingskapa, en þau eru efnislega skyld. Er um þetta samkomulag meðal formanna þingflokka.

Skoðast þetta samþykkt ef enginn hreyfir andmælum.

Forseti vill í því sambandi taka fram að talsmenn þingflokka geta ef þeir svo kjósa nýtt sér rýmkaðan ræðutíma, þ.e. talað í allt að 15 mínútur í stað tíu.