152. löggjafarþing — 18. fundur,  28. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[11:47]
Horfa

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir (P):

Frú forseti. Eins og tekið hefur verið fram hér í dag er þetta erfiður faraldur og það þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Mér finnst ansi furðulegt að þetta sé tíminn þar sem við ætlum að fara að byggja upp kirkjur af öllum hlutum þegar fyrir liggja fréttir um sjálfsvígsfaraldur vegna heimsfaraldurs og við ætlum ekki að leggja meiri pening í niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu, sem var 150 milljónir, en ætlum að fara í þetta sem mér finnst bara fáránlegt í ljósi þess að margir vinir mínir eru bara að bugast. Ég get ekki greitt atkvæði með þessu þess vegna.