149. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2018.

áfengisauglýsingar.

116. mál
[17:22]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Hér erum við að ræða áfengisauglýsingar. Ég vil nálgast verkefnið svipað og hv. þm. Þórunn Egilsdóttir gerði áðan, út frá lýðheilsusjónarmiðum. Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara eða markaðsvara og tugir skýrslna frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni taka undir þann málflutning, auk þess sem það er afstaða flestra ef ekki allra fagfélaga í heilbrigðisþjónustu á Íslandi til málsins.

Ég hvet því ráðherra til að stíga varlega til jarðar í því. Uppgjöf annarra eða eftirgjöf vegna meintra þarfa markaðarins á ekki að verða okkur afsökun til þess að elta uppi vitleysur annarra.