145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

um fundarstjórn.

[12:25]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég tek undir þær óskir að fá hæstv. heilbrigðisráðherra hingað til að fylgjast með þessari umræðu. Eins og komið hefur fram er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar lögð mikil áhersla á að lýðheilsu- og forvarnastarf sé forgangsverkefni. Það er líka öllum ljóst að áfengissjúkdómar flokkast undir heilbrigðismál. Það var ágætt viðtal við Kára Stefánsson lækni í morgunútvarpinu á RÚV í morgun þar sem kom vel fram að það aukna aðgengi sem verið er að boða í þessu frumvarpi mun leiða til aukinnar áfengisneyslu með þeim afleiðingum að tíðni áfengissjúkdóma eykst. Mér finnst það sjálfsagður hlutur, þar sem verið er að tala um afleiðingar sem varða heilbrigðiskerfið okkar, að hæstv. heilbrigðisráðherra komi og sýni þessu máli (Forseti hringir.) þá virðingu að vera viðstaddur umræðuna.