141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

reglugerð um innheimtukostnað.

[10:55]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Hér beinir hv. þingmaður spurningu til mín um mjög brýnt efni. Við erum búin að móta tillögur um þetta mál. Lögum samkvæmt ber að skjóta þeim til umsagnar hjá Lögmannafélaginu. Málið er nú statt þar á bæ, ég vænti þess að við fáum afurðina hið fyrsta. Við erum ekki skuldbundin af afstöðu félagsins en hljótum lögum samkvæmt að hlýða á mál þess. Ég held að það séu sameiginlegir hagsmunir allra, ekki síst lögmanna, að þetta sé í réttlátum farvegi og við stefnum að því að kynna Alþingi málið hið allra fyrsta.