138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

samningsveð.

7. mál
[18:13]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Mig langar að breyta aðeins og umorða spurningu mína því að reynsla mín hefur verið sú af mörgum sjálfstæðismönnum að þeir taki almennt frekar stöðu með fjármálafyrirtækjum og með fjármagninu en skuldsettum einstaklingum. Mig langar þá að breyta spurningu minni og spyrja hv. þingmann að því hvort hann sé tilbúinn til að taka stöðu í málum sem þessum með skuldsettum einstaklingum og skuldsettum fjölskyldum þrátt fyrir að það muni með einhverjum hætti bitna á fjármagnseigendum og fjármálastofnunum.