145. löggjafarþing — 22. fundur,  19. okt. 2015.

efnahagsleg áhrif af komu flóttamanna.

196. mál
[16:10]
Horfa

Preben Jón Pétursson (Bf):

Virðulegur forseti. Það er gaman að heyra að alþingismenn eru einhuga um flóttamenn. Það væri óskandi að við værum alltaf svona, við getum nefnilega leyst málin. Það eru lífsgæði að búa í fjölþjóðasamfélagi, það eru gríðarleg lífsgæði fólgin í því.

Ég fagna þessari umræðu. Ef það eru efnahagslega jákvæð áhrif af komu flóttamanna skulum við heldur betur spýta í og taka á móti fleirum. Ég held að við getum gert mun betur en við erum að gera. En ég fagna umræðunni og ég fagna því sem komið er. Höldum þessu áfram.