153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:18]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að byrja á því að þakka hv. þingmanni og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, Þórunni Sveinbjarnardóttur, fyrir að hafa tekið ákalli okkar þingmanna um að skoðað verði hvort hæstv. ráðherra dómsmála hafi gerst brotlegur við lög. Mig langar líka að ítreka til virðulegs forseta beiðni um að ýta á að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra komi hingað. Mig langar einnig að óska eftir því að hv. formaður þingflokks Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sem ég veit að hefur verið í sambandi við hæstv. ráðherra, gefi aðeins meiri upplýsingar um það hvers vegna hæstv. ráðherra á ekki heimangengt í dag.