153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:20]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tel rétt að endurtaka það sem hefur komið fram hér áður til þess að þetta sé alveg skýrt. Þetta er svokallað safnlagafrumvarp, bandormur eins og það er kallað í slangri. Í 21. gr. eru breytingar á öðrum lögum, þar á meðal lögum um atvinnuréttindi útlendinga og farið yfir breytingar á þeim lögum í a–h-lið, og lög um atvinnuréttindi útlendinga eiga sérstaklega við félags- og vinnumarkaðsráðherra, það er félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem fer með þann lagabálk. Þannig að þetta er rosalega eðlileg krafa af því við erum að tala einmitt um atvinnuréttinn sem hefur verið mikið til umræðu vegna flóttamannamála, sérstaklega vegna þeirra sem eru að koma frá Úkraínu, að þau geti fengið atvinnuleyfi. Því var hafnað á síðasta þingi af stjórnarmeirihlutanum af einhverjum stórkostlega undarlegum ástæðum. (Forseti hringir.) Núna er það aftur komið hérna í frumvarpi dómsmálaráðherra. (Forseti hringir.) Það er mjög eðlilegt að spyrja hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra um tilbúnað þessa frumvarps í sambandi við hans lagabálk.