153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:51]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég deili þessum áhyggjum og ég held að það sé mikilvægt að við ræðum þetta ítarlega í nefndinni og fáum sjónarmið ráðuneytisins fram og annarra málsmetandi aðila. Ég myndi kannski vilja skipta þessu í tvennt að því leytinu til að að sá hópur sem kemur frá EES eða EFTA-ríki er sannarlega í annarri stöðu en aðrir sem koma lengra að, þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þetta vel til umræðu í nefndinni. Fyrst ég á nokkrar sekúndur eftir, frú forseti, þá langar mig að þakka hv. þm. Sigmari Guðmundssyni fyrir ræðu hans hér fyrr í dag varðandi það hversu mikilvægt það er að við hefjum þessa umræðu upp úr skotgröfunum, að við tökum hana að yfirveguðu máli og sérstaklega með mannúð að leiðarljósi.