132. löggjafarþing — 23. fundur,  16. nóv. 2005.

Rafræn sjúkraskrá.

257. mál
[19:10]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson) (Sf):

Frú forseti. Ég þakka ráðherra fyrir skýr og greinargóð svör og fagna því að fyrirbrigðið rafræn sjúkraskrá sé í fullum gangi. Það er rétt að þetta tekur tíma og það borgar sig yfirleitt ekki fara flausturslega í slík verkefni en, eins og ég segi, ég vil fagna þessu alveg sérstaklega því að hér er um að ræða mikla bót á þjónustu og eflaust mun þetta líka draga mikið úr kostnaði.