Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 23. fundur,  26. okt. 2022.

ÍL-sjóður.

357. mál
[16:22]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að leyfa mér að lesa bara upp úr lögfræðiálitinu vegna þess að þessu er öllu svarað m.a. þar, en þar segir, með leyfi forseta:

„Löggjafanum hefur einnig verið játað svigrúm til þess að setja notkun og ráðstöfun eigna skorður vegna almannahagsmuna án þess að þær teljist fela í sér eignarnám í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar og fyrir slíkar skerðingar þarf því ekki að koma bætur. Rétt er að reifa þau sjónarmið hér þótt óvíst sé hvort þau hafi þýðingu við mat á þeim ráðstöfunum sem ríkið kann að grípa til.“

Í framhaldi segir, með leyfi forseta:

„Dómstólar hafa litið til tiltekinna viðmiða við mat á því hvort um almennar takmarkanir sé að ræða sem leiða ekki af sér bótaskyldu, einkum eftirfarandi viðmiða …“ — sem þar eru síðan rakin.

Og til að svara spurningunni: Já. Ég tel að ef menn líta til þeirra sjónarmiða sem hafa verið talin standast ákvæði stjórnarskrár og annarra laga við gerð frumvarps (Forseti hringir.) um slit ÍL-sjóðs sé hægt að grípa til þessara ráðstafana.