146. löggjafarþing — 24. fundur,  2. feb. 2017.

stjórn fiskveiða.

83. mál
[15:27]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Það er heldur lýjandi málflutningur að allar tækniframfarir séu aflamarkskerfinu að þakka. Aflamarkskerfið í núverandi mynd er mjög hamlandi fyrir frumkvöðlastarfsemi vegna þess að ungu fólki er haldið frá greininni. Og svo því sé haldið til haga þá byrjaði Samherji með 5.000 tonn af þorskkvóta í rassvasanum. Það er nú svolítill aðstöðumunur miðað við t.d. strandveiðar, sem eru hugsanlega með 10.

Varðandi tækniframfarir. Það var á teikniborðinu árið 1983 að vinna ensím úr þorskslógi. Það þótti bara ekki flott því að við seldum svo mikið af þorski. Það var fellt í Samvinnubankanum, held ég, að veita lán fyrir því. Að einhverjir hafi álpast inn á það 35 árum seinna er málinu óviðkomandi.