150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

lax- og silungsveiði.

251. mál
[11:34]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Það væri gott að fá þetta, við skoðum þá þegar kemur að nefndarvinnunni hverjar voru forsendur fyrir því að hafa hæstaréttarskipaðan aðila. Við eigum eftir að skoða nánar þá minnihlutavernd sem verið er að ræða. Það lítur vel út að stórir aðilar geti ekki tekið öll völd eins og gerist á okkar hv. Alþingi þar sem meiri hlutinn ræður 99% af öllu sem gerist. Hann getur í raun ráðið 100%. Það er áhugavert að hér fá ýmsir fagaðilar að koma að því að leggja til þá sem eru tilnefndir meðan við erum að ræða Þjóðarsjóð þar sem ráðherrann ræður 100% hverjir eru skipaðir þar. Það er í samhengi við eitthvað sem við ættum að skoða.

Hérna er minnihlutaverndin sem verið er að tala um, fleiri aðilar sem fá að koma að skipun o.s.frv. Það finnst mér faglegt en við skulum skoða þetta í samhengi.

Svo er annað, (Forseti hringir.) ráðherra ákveður tímagjald matsmanna og starfsmanns nefndarinnar. Í því ákvæði eru felld úr gildi önnur atriði í þeirri grein og þessi atriði látin standa eftir. Getur ráðherra útskýrt það aðeins nánar?