133. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2006.

upplýsingalög.

296. mál
[15:41]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hlusta á ábendingar þingmannsins af mikilli athygli, hún er sérfræðingur í tilteknum rannsóknum í tiltekinni stofnun. Ef það er svo að eitthvað athugavert er við þá flokkun sem hér liggur fyrir hvað varðar Náttúrufræðistofnun Íslands þá er sjálfsagt að athuga það og ég mælist til þess að það verði gert í þingnefndinni.