136. löggjafarþing — 27. fundur,  17. nóv. 2008.

Icesave-ábyrgðir.

[15:37]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég verð að segja að þetta er nú hálfhlægilegt. Það er verið að reyna að segja þinginu að þetta skjal sé ekki neitt, neitt. Af hverju halda menn að Bretar og Hollendingar sleppi takinu af okkur vegna þessa skjals? Það er auðvitað af því að þeim líkar innihaldið. Við gefum eftir með þessu skjali, það er algjörlega á hreinu. Annars værum við enn þá með kverkatak þessara þjóða um hálsinn. Þessar þjóðir falla frá kverkatakinu. Af hverju? Af því að þetta skjal skiptir mjög miklu máli. Í því felst yfirlýsing sem skiptir máli.

Þess vegna spyr ég enn á ný. Er búið að skrifa undir þessa yfirlýsingu? Er búið að skrifa undir þetta skjal? Já eða nei? Ef svarið er já, hver skrifaði undir þetta skjal? Ég get ekki orðað þetta skýrar, virðulegi forseti. Er búið að skrifa undir samkomulagið? Ef svo er, hver gerði það?