149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli.

34. mál
[19:40]
Horfa

Flm. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Smára McCarthy fyrir þetta andsvar. Úr hvaða átt kemur tillagan? Hún kemur frá þingmönnum Miðflokksins. Alexandersflugvöllur er þannig staðsettur, og það kom fram í greinargerðinni, að hann er mjög hentugur veðurfarslega til lendingar og flugtaks. Þar eru ríkjandi áttir eins og flugbrautin liggur. Með þessari tillögu, að bæta honum við sem varaflugvelli, er verið að þétta öryggisnet flugsamgangna. Það er stutta svarið eins og ég skil spurningu þingmannsins.

Það koma fleiri flugvellir til greina, ég veit ekki hvað ég á að segja meira um það. Þessi flugvöllur þótti okkur mjög hentugur til að fara í þessa vinnu og staðsetning hans. Þannig liggur í þessari þingsályktunartillögu.