143. löggjafarþing — 29. fundur,  29. nóv. 2013.

seinkun klukkunnar og bjartari morgnar.

197. mál
[11:18]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Það að vakna klukkutíma fyrr bætir ekki við birtustundum með börnunum seinni part dags en þetta er samt ágætistillaga. Hún bætir þó ekki upp sólarstundirnar seinni partinn.

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja meira út í þessar rannsóknir af því að það var talað um heilt yfir: Hversu hátt hlutfall fólks er talið að þetta hafi í raun og veru áhrif á ef gerð hefur verið slík rannsókn heilt yfir? Það kemur ekki fram í greinargerðinni. Það finnst mér áhugavert að vita.

Kannski verður niðurstaðan bara sú að klukkan og hvernig hún er stillt verði á endanum einstaklingsmiðað.