138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

tilkynning um dagskrá.

[13:33]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Um klukkan tvö, að loknum óundirbúnum fyrirspurnum, fer fram umræða utan dagskrár um verkaskiptingu milli heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis vegna hjúkrunarheimila. Málshefjandi er hv. þm. Siv Friðleifsdóttir, hæstv. heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 52. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.