141. löggjafarþing — 30. fundur,  6. nóv. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

50. mál
[15:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Lúðvík Geirsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Lykilatriði þessa máls, eins og ég rakti í inngangsorðum mínum, er að það liggur fyrir af umræðu og yfirferð málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem komu fyrir blaðamenn og fræðimenn að fjölmiðlar og fræðasamfélagið hafa ekki fengið aðgang að margvíslegum upplýsingum sem menn vita að eru til staðar og ekki hafa verið opinberaðar. Fjölmörgum spurningum er ósvarað í þessu máli einmitt vegna þessa, það hefur verið lok og læs á upplýsingar um þetta efni og þessa umræðu. Það er búið að fjalla ítarlega um málið á ýmsum stigum, en enn sem komið er er ekki nema hálf sagan sögð.