145. löggjafarþing — 32. fundur,  12. nóv. 2015.

náttúruvernd.

140. mál
[12:35]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Það er nú eins og presturinn sagði, af jörðu ertu kominn. Ég vil rétt nefna það að ég vil í túlkun þessa ákvæðis að farið verði dálítið varlega vegna þess að ef banna á alla flugumferð yfir svæði sem er 25 km² að stærð í óbyggðum erum við farin að ganga dálítið langt. Ég óska þess að túlkun ákvæðisins verði með mannlegum hætti en ekki af allra bókstaflegasta hætti því að ef banna á flugumferð erum við komin dálítið langt í náttúruvernd. Ég hef fullan skilning á því að ágætt sé að njóta einverunnar, en flugvélar þurfa jú loftrými.

Virðulegi forseti. Ég hef lokið máli mínu.