143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[14:50]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til að ræða sérstaklega fundarstjórn forseta og ég átel það, hæstv. forseti, að hér hafi verið leyfð efnisleg umræða um mál sem útrætt var áðan í fyrirspurnatíma. (Gripið fram í.) Hv. þm. Árni Páll Árnason segir: Ef við getum ekki treyst orðum ráðherra … Um hvað? Vill hann að það sé dregið til baka eða farið í það að skera niður barna- og vaxtabætur? Af hverju er stjórnarandstaðan svona reið? (Gripið fram í.) Eigum við ekki bara að fagna því að jafnvel þó að komið hafi upp einhverjar hugmyndir þá ræður lýðræðið og þingið. (Gripið fram í.) Og ef menn sjá hugsanlega að sér, er það ekki bara hið besta mál? Forsætisráðherra útskýrði það hér áðan að þetta hefðu verið ófullmótaðar tillögur. Er það ekki bara gott og gilt svar?

Ég verð að viðurkenna að mér blöskrar þegar fyrrverandi formaður fjárlaganefndar kemur hingað og átelur núverandi vinnubrögð. Ég held (Forseti hringir.) Þó að það sé kannski ósanngjarnt held ég að hægt sé að rifja upp (Forseti hringir.) sambærileg og jafnvel verri tilvik en hér um ræðir.