154. löggjafarþing — 33. fundur,  20. nóv. 2023.

ábyrgð og aðgerðir fjármálastofnana varðandi lánamál Grindavíkinga.

[15:12]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Það sem mestu máli skiptir núna er þrennt: Í fyrsta lagi þarf að tryggja afkomu, svokallaða afkomutryggingu. Nú er búið að dreifa frumvarpi þess efnis og ég geri fastlega ráð fyrir því að allur þingheimur muni styðja það. Í öðru lagi þarf að tryggja húsnæðisskjól sem felst í því að Grindvíkingar komist inn í húsnæði til skamms tíma og svo til lengri tíma litið og að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af því húsnæði sem er núna ekki íbúðarhæft. Í þriðja lagi þarf að koma til viðbótarstuðningur vegna þess, eins og forsætisráðherra hefur sagt í fjölmiðlum, að Grindvíkingar þurfa að fara í ýmis útgjöld þessa dagana sem eru algerlega óhefðbundin og þeir gerðu engan veginn ráð fyrir og við sem samfélag þurfum að taka þátt í þeim kostnaði. (ÞSH: Hvað um bankana?) — Að sjálfsögðu þeir líka.