135. löggjafarþing — 33. fundur,  29. nóv. 2007.

breytingar á þingsköpum.

[11:39]
Hlusta

Dýrleif Skjóldal (Vg):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki verið hér nema rétt rúman klukkutíma. Það sem af er morgni hefur mönnum orðið tíðrætt um að Alþingi þurfi að auka virðingu sína. Umboðsmaður hvetur til vandaðra vinnubragða. Það er til gamalt íslenskt máltæki sem segir: Eftir höfðinu dansa limirnir. Og ég hvet þig, hæstv. forseti, til að auka virðingu Alþingis.