140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:45]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um tillögu okkar hv. þm. Atla Gíslasonar þar sem við leggjum til að inneign á séreignarsparnaðarreikningum landsmanna verði skattlögð. Með öðrum orðum, að ríkið nái í skatttekjur sínar í séreignarsjóðunum til þess meðal annars að fjármagna velferðina og til að greiða niður skuldir. Staðan í dag er þannig að vaxtakostnaður ríkissjóðs af hallarekstri er að öllum líkindum meiri en ávöxtun séreignarsparnaðarsjóðanna og því borgar sig ekki fyrir skattgreiðendur að geyma áfram þessa peninga í séreignarsjóðunum. Því leggjum við þetta til hér og nú.