149. löggjafarþing — 33. fundur,  19. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:18]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er vissulega mikilvægt að ríkið viti hvað það er að kaupa og þetta er liður í því. Mig langar aðeins að koma inn á það, í síðara andsvari mínu, sem hv. þingmaður ræddi aðeins fyrr, þ.e. mönnun heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Mig langar að inna hv. þingmann eftir því hvað hann átti við þegar hann ræddi ívilnanir og aðra þætti sem gætu komið til greina til þess annaðhvort að bæta kjör eða aðstöðu starfsfólks sem velur sér að starfa annars staðar en hér á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn hefur tíma til langar mig kannski að hann komi einnig inn á það hvort við ættum að reyna að ganga lengra í því að fá starfsfólk sem hefur meginstarfsstöð hér (Forseti hringir.) á höfuðborgarsvæðinu til að taka hluta af tíma sínum í þjónustu heilbrigðisstofnana úti á landi.