137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:26]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það hefur verið afskaplega athyglisvert að hlusta á þessa umræðu í dag hvort heldur maður hefur setið á skrifstofu sinni eða í þingsölum. Þetta mál er ömurlegt og ég held að þingheimur sé allur sammála um það. Hvernig sem litið er á málið, hvernig sem flett er í skjölum þá er þetta ömurlegt mál og það er ömurlegt að þurfa að ganga til nauðasamninga á erfiðum tímum í lífi þjóðarinnar. En þetta snýst kannski fyrst og síðast um tvennt: Hvernig komum við okkur upp úr vandanum, er það auðveldara með því að ganga að samningnum eða er það auðveldara án samningsins? Þetta snýst um þetta tvennt. Við þurfum líka að staldra við það sem gerist ef við höfnum samningnum. Er það kannski dýrara? Munum við framlengja kreppuna og mun það reynast okkur enn bagalegra en að ganga að þessum nauðasamningi?